Velkomin á vef Framhaldsskólans í Mosfellsbæ | Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Einkunnarorð skólans eru auðlindir og umhverfi. Þar er átt við auðlindir í víðum skilningi, auðlindir í náttúrunni og þann mannauð sem felst í fjölbreyttum nemenda-og starfsmannahópi þar sem áherslan er á lýðheilsu og menningarlegar auðlindir. Umhverfið viljum við að sé lifandi þáttur í skólastarfinu þar sem hugað verður að náttúrufræði umhverfisins, virðingu fyrir umhverfinu og hvernig njóta má umhverfisins og nýta á skynsamlegan hátt. Einkunnarorðin bergmála í gegnum alla þá vinnu sem fram fer.